disclaimer; smá pælingar.. þið megið alveg svara spurningunum sem ég kem með.
Ég var að pæla í verkefni sem að á að sýna mjög vel muninn milli þess að taka mynd á miklum ljósopshraða (1/500) niður í allt að 1 sekúndu, stökkin ættu að vera 1/500, 1/60, 1/15, 1/8, 1.
Mig langar mikið til að finna svona leikskóla hringekju einsog var til hér og þar fyrir áratug síðan, en ég finn ekki lengur, veit einhver um svoleiðis hringekju í reykjavík eða á suðurlandinu?? Kannski veit einhver um eitthvað svipað, s.s. tæki sem getur haldið meir en bara einni persónu, og hringsnýst og er leiktæki?
Snjór væri áhugavert að mynda þannig, maður hefur oft náð að ‘fylgjast’ með einstökum sjókornum þegar mar er að labba úti, eða í bíl á rauðum ljósum. Hefur einhver prófað að taka mynd af fallandi snjó sem fellur á meðalhraða niður? (s.s. smávindur en engin hríð)? Hvaða hraða notuðu þið? Voruð þið með mikla eða litla dýptarskerpu? er ekki geðveik hætta að þetta verði bara stór ljót hvít klessa?
Hefur einhver pælt í því á hvaða hraða hluturinn þarf generalt að vera miðað við ljósopstíma 1/X ? Þið sem viljið fá pörfekt ‘hraða’myndir, eruði að pæla í hraðan á hlutnum, hraðaopinu hjá ykkur og pælið í hversu langar rákirnar verða á myndini?
Ég er með canon EAS-1 myndavél.. fín vél, voðalega basic en næs.. ein spurning, er hún WYSIWYG? s.s. _nákvæmlega_ það sem sést í gegnum gægjugatið er það sem kemur nákvæmlega á filmuna? S.s. hliðarnar á gægjugatinu passa við hliðarnar á myndini sem kemur á filmuna? mér fyndist skrýtið ef að það væri ekki þannig, en mar veit aldrei.. Kannski að maður geti notfært sér hreyfiverkefnin til þess að kíkja á þetta í leiðinni.. eða nei.. dýptarskerpuverkefni væri flottara í þannig..
cool sumar myndapælingar sem mar fær.. tildæmis væri mynd af ‘næstum’ innpökkuðu jóladótaríi, ljósum sem er slökkt, hálfpakkað, undir kannski öðrum augljósum jólaskrautskössum mjög sad akkúrat núna, þarsem jólin eru nýbúin og fríið, gjafirnar, jólahátíðin liðin.. en í september væri þetta svona ‘it’s coming…' dæmi, og væri þá tilhlökkun og spenna frekar í henni..
hmmm.. hef þetta ekki lengra.
K.