Ég held að kynvillan tengist því að þú skrifaðist vera “ungur námsmaður” ..ég veit þetta getur þýtt bæði kynin en fyrir mér hljómar ungur ..strákur.. en annars er ég sammála, ég er stödd erlendis og ég lofa, þú getur gert hvað sem er!! Allavega er alveg fullt af auglýsingum í sunnudagsblaðinu (ekkert rusl blað, aðal moggi landsins) uppá Njósnara.. viltu vita hvort gæjinn sé að halda framhjá?? ..án djóks, ég varð nefnilega frekar hissa, mikið framboð á Detectives!!! :)
Ég á vini hérna sem lifa vel á allt frá því að kasta boltum í loftið, af því að skeita, að passa uppá túrista, dansa..kenna..það er í alvöru ALLT hægt, Ísland er svo lítið að markaðurinn er einhæfur, ef þú ferð útí heiminn er markaðurinn fjölbreyttari og þú kemst að því að það er EKKI eðlilegt að 90% þjóðar (orðatiltæki, veit ekki prósentuna..) sérhæfi sig í a)náttúrufræði b)félagsfræði c)tungumálum.
Líttu í kringum þig, það er allt MORANDI í ljósmyndum, netið, allar auglýsingar dagblaða sem og annarra staða, allt… einhver er á bak við hverja einustu þessara mynda. Go Girl!
btw. Er líka í sömu stöðu og þú, langar að vinna sem ljósmyndari.. en það er margt annað líka sem heillar mig svo ég hef ekki enn reynt að sérhæfa mig í neinu. Er bara eitthvað að hugleiða lífið útí Perú í Suður Ameríku. Fór með AFS til Ecuador en AFS í Ecuador eru fífl svo ég hætti og er núna livin la vida loca í Perú.
Ekki reyna að lifa eftir einhverri uppskrift sem íslenskt samfélagt reynir að koma í hausinn á þér (fyrir mig var það grunnskóli, menntaskóli, eftir stúdentspróf interrail í Evrópu, svo Háskóli í lækninn, tölvur eða verkfræði, þaðan bíll, gifting, einbýlishús..blaaa) Vertu óhrædd við að lifa eins klikkað og þú getur því það er ekki til öryggi, jarðskjálftar eru náttúrunnar leið til að segja þér að gera eitthvað áhugaverðara heldur en að skapa þér öryggi í húsi og vinnusamningi. :)
úff.Ég sem ætlaði bara að segja þér afhverju allir halda þig strák.