Ef þú hefur lesið svar mitt til Annakol, þá hefuru lesið það sem ég hef um þessa reglu að segja, og mun það ekki verða lengra.
Ef þú hefur lesið er ekki það sama og “lestu aftur”, þannig að annað hvort skilur þú þessa setningu öðruvísi en ég og eflaust flestir aðrir, eða þá að þú ert að misskilja, ekki satt?
Og jú, ég mun ekki ræða tiltekið málefni frekar þar sem ég tel mig hafa svarað hverjum einasta punkti sem þú hefur komið með fullnægjandi í svari mínu til Annakol, þar sem þeir eru á nákvæmlega sömu nótum.
En ekki skal nokkur maður segja mér hvað ég segji og segji ekki betur en ég sjálfur.
Til þess að sýna þér hvernig ég svaraði punktum þínum, þá skal ég hér gefa þér atriðaröð svo það fari ekki á milli mála:
Því skáld eiga að geta ort ljóð án þess að til komi skorður sem regla eitt segir til um. Ljóð getur verð fjórar línur eða eitt erindi. Fer eftir efni ljóðsins og formi þess.
Þessu var fyllilega svarað hér:
Í öðru lagi, þá er alls engin nauðsyn fyrir ljóð að fá að vera birt sem grein til þess að eiga vera metin að verðmætum sínum. Korkurinn “styttri ljóð” er einmitt fyrir nákvæmlega það, stutt ljóð. Ef alvöru ljóðaunnendur eru á annað borð á þessu áhugamáli, þá býst ég við því að þeir nenni að skoða eitthvað fleira en þau ljóð sem birtast sem greinar.
Og einnig hér:
Í þriðja og síðasta lagi (og einnig síðsta), þá gera almennar reglur huga.is ráð fyrir ákveðnu “magni” þegar kemur að texta sem skal samþykktur sem grein. Þessu er þó mjög lauslega fylgt, ef eitthvað, hérna á /ljod, og er fremur notað sem “fjarlægt viðmið” frekar en eitthvað annað.
Og svona til að fylgja þessu eftir, þá var þetta þessu einnig til stuðnings:
Á eins huglægu áhugamáli og /ljod er (nánast allt er kemur ljóðaskrift við er huglægt metið, sérstaklega þar sem bragfræðireglur eru lítið í tísku þessa dagana) þá verðum við þrátt fyrir það að hafa einhverjar reglur til þess að miða við. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þessar reglur munu hafa ýmsa kosti og galla (huglægt metið að sjálfsögðu) en engu að síður eru þær komnar til að vera.
Það er okkar mat, að þegar fólk opnar “grein” til þess að skoða, að þar fyrir innan sé eitthvað ákveðið magn af “efni” til þess eins að “greinar” partur áhugamálsins sé í raun eitthvað annað og meira en “forsíðukorkur”.
Þannig að ég hef nákvæmlega ekkert meira um þetta að segja þar sem þín skoðun varðandi það að ekki ætti að útiloka stutt ljóð var nákvæmlega sú sama og skoðun Annakol, og gaf ég fullnægjandi svör að mínu mati við þeirri skoðun.
Eins og þú eflaust sérð þá eru tilvitnanirnar hér fyrir ofan nærri því svar mitt til hennar í heild sinni, þannig að þá skiluru kannski afhverju ég sagði þér að lesa það yfir
einu sinni.Ef þú villt fá eitthvað meira útúr mér varðandi þetta skaltu taka tíma í að koma með rök sem ekki hefur áður verið komið með; rökum sem nú þegar hefur verið svarað á fullnægjandi hátt án nokkurra mótraka. Engin voru mótrökin frá þér heldur endurtekning á fyrri rökum sem ég hafði fyllilega svarað.
Komdu með góð rök sem koma með eitthvað nýtt á borðið; eitthvað sem ég hafði ekki svarað nú þegar í svari mínu til Önnukol, og ég skal ræða þetta málefni við þig frekar. Þrjár af fjórum röksemdarfærslum mínum í svari mínu til Önnukol komu fram hérna fyrir ofan. Finndu þá fjórðu og svaraðu þeim öllum á þann hátt að eitthvað nýtt komi á borðið, og ég skal svara til baka. Þín rök og rök Önnu voru meira eða minna hin sömu (s.s. stutt ljóð hafa rétt á sér), nema hvað mér fannst heldur meira til hennar koma þar sem yfirvegun, þroska og skynsemi var að finna bæði í rökum hennar og svörum.
Að segja að það sé mjög einfalt og engin afsökun að hafa ekki gæsalappir er nákvæmlega ekkert nema þín skoðun á móti minni. Hvergi koma nein rök þar fram. Mér finnst það sem ég sagði fyrr nægilega góð ástæða, þér ekki, og þar situr það. Punktur.
Og hvað er þetta með að endurtaka nafn mitt aftur og aftur í skriftum þínum? Á það að setja einhverskonar styrk í rök þín? Að svartletra og stækka FRÓÐLEIKS .. átti það að vera ógnandi eða á einhvern átt gagnrýni á mig eða það sem ég stend fyrir? Ef þú villt einhver svör frá mér á annað borð þá skaltu hegða þér eins og maður og koma fram við mig einnig sem slíkan.
Fróðleiksmoli