Haustvindar strjúka mér um vangann
á göngu minni niður þröngt strætið.
Ég vef treflinum þéttar um hálsinn.

Húsin víkja á endanum
og ég geng í gegn um garð nokkurn.
Plönturnar glampa í litum haustsins.


Fegurðin.
Hennar ríki er yfirborð veraldarinnar.
Dýrð laufanna er tjáningarform dauðans.

Kuldinn bítur mig.
Hann nagar mig innan frá.
Myrkur vetrarríkis nálgast.

Tíminn hægir á sér þegar dimmir.
Seigfljótandi eins og svört tjara vetrarnæturinnar.
Veröldin verður smám saman svarthvít.

Veturinn situr sem fastast á bringu minni.
Staður eins og svartur köttur.