Sæl og blessuð öllsömul
Eins og sjá má hef ég tekið við starfi ‘öflugs penna’ á áhugamálinu /ljóð.
Ég stefni á að hafa dálkinn frjálslegan og hafa til skiptis ljóð eftir fræg skáld og jafnvel umfjallanir um skáldin, ljóð eftir hugara og svo gæti verið að ég laumi jafnvel einu eða tveimur ljóðum eftir sjálfa mig inn á milli. Hver mánuður mun hafa sitt þema og mun ég birta efni sem undir það fellur vikulega.
Þema febrúarmánaðar (eða þess sem eftir er af honum) verður gömul ljóð eftir hugara, ljóðin sem maður samdi þegar maður var lítill og eru á sinn hátt snilldarleg en framkalla gjarnan talsverðan kjánahroll.
Endilega sendið mér slík ljóð eftir ykkur. =)
Hér kemur mitt framlag;
Regnboginn
Ég held á regnboga í hendinni.
Litlum regnboga.
Ég held á honum
en þó er hann frjáls.
Ég vildi að ég gæti náð honum
en er ég legg saman lófana
lokast hann ekki inni
heldur situr á fingrunum á mér
og glottir hæðnislega.
Hann verður alltaf frjáls
því enginn getur snert hann.