Til að teygja sig í graut
tíu fingur virka.
Endilega botnið.
Og afsakið admins að ég hafi ekki látið vita af þessu, vona að þið fyrirgefið það.
Bezt þykir að yfirstuðull sé í fyrsta braglið, en undirstuðull í þriðja og eru þá báðir í hljómstigi. Það heitir hástuðlað:
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur.
(Jónas Hallgrímsson.)
Sé yfirstuðull í öðrum braglið, þá verður undirstuðull að vera í þriðja, sem er hljómstig. Þetta er lágstuðlað:
Sér þér blær um bjarta nótt
bæði vær og þýður.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Stundum eru stuðlarnir í öftustu bragliðum. Þá er síðstuðlað, og er jafnan þannig í sléttuböndum:
Dafnar bráðum fólkið Fróns,
felldu býlin reisir.
(Einar Benediktsson.)