Reyndar ekki.
Skoðum þetta aðeins betur:
Fljótandi hugsunar skarð,
- hér eru hugsanlegir ljóðstafir: F, h og s.
Agalegt varð henni Röggu
- hér eru hugsanlegir ljóðstafir: A, v, h og R.
Þannig að eini upphafsstafurinn sem kemur fyrir oftar en einu sinni er “h” og hann er reyndar á áherslulausu orði í seinni línunni. Til þess að vera með rétta stuðla og höfuðstafi, eiga að vera tveir stuðlar í fyrri línunni og einn höfuðstafur í þeirri seinni. Í þessu tiltekna tilfelli hjá henni krizzu4 er þessu síðan snúið við, þ.e. einn höfuðstafur í fyrri línu og tveir stuðlar í seinni línu.
Síðan eru ákveðnar reglur um hversu langt má vera á milli stuðla og hvar höfuðstafur má vera, en ég er reyndar ekki með þær reglur alveg á hreinu sjálfur. Læt þetta yfirleitt bara ráðast af tilfinningu og því sem ég “held” að sé í lagi :)
Það sem þú feitletraðir sjálf(ur) eru hins vegar atkvæðin (sérhljóðarnir) og reyndar vantar að feitletra helling af atkvæðum í seinni línunni hjá þér.
Því sýnist mér að þú sért að rugla saman atkvæðum og ljóðstöfum - en þetta tvennt á ekkert sameiginlegt.
Skoðaðu síðan aftur dæmið með hana Siggu litlu með tilliti til þessa og með tilliti til þinnar vísu (eða botns) og þá veit ég að þú sérð hvað ég er að reyna að segja :)
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001