Ég ákvað að gera söng og lagahefð Eyjamanna smá skil enda sjálfur borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur.
Þessi texti er eftir því sem ég best veit eftir Örn Arnarsson skáld og Eyjamann, eflaust samið snemma á síðustu öld.

Sá maður sem lagið heitir eftir var Jón Jónsson í Gvendarhúsi, kynlegur kvistur og vingjarnlegur bóndi. Einnig koma aðrir þekktir Eyjamenn við sögu og fjallar lagið á gamansaman hátt um hreppsnefndarfund sem haldinn var í Eyjum.

Lagið hefur í gegnum áratugina verið ómissandi í brekkusöng og í raun allstaðar þar sem eyjamenn, ungir og aldnir koma saman, skemmta sér og raula, hver með sínu nefi.




Gamli Jón í Gvendarhúsi

gekk þar fyrstur inn.

Gauji Mangi Jón í hlíð

og Lindi og konsúllinn.

Þeir borguðu allir eina krónu

eins og samþykkt var

sem átti að geyma þangað til

um næstu kosningar.



Ekki vex þeim allt í augum

ungmennunum hér

þeir ætla að reisa sundskála

þar sem heimaklettur er

og leigja þar út sólskinið

og selja hreinan sjó

og sextíu aura pottinn

hélt hann steinn að væri nóg.
—–