Eins og ólgandi sjór,
eins og æðandi vindur
þú fórst mér frá,
sem stjarna i morgni
ég er sem eitt spurningarmerki
því þú ferð svo fljótt
og get ég því ei jafnað mig skjótt
enn ég veit þú á himnum ert
en ávalt ég skal þig muna
sem eldur i sinu,
sem alda i sjó,
Von i hjarta mér
skalt þú nú segja mér
um hvað lífið er
því ég mun alltaf á þig hlusta
Taktu því á mér mark
sem vinur og stuðningur.
þú ert mín stjarna á himnum
og þessir endalausu dagar eru tileinkaðir þér
mín vonlausa tilraun til að elska, dýrka og hata
á sama tíma..
Daniel A.
—–