Í takt við tíðarandann og fréttamatinn af endalausum álverum og með eða mótmælum gegn þeim þá er þetta ljóð kannski við hæfi.
Til að hafa jafnræði í þessu þá skora ég á notendur áhugamálsins að koma með ljóð fylgjandi stóriðju og mengun. ;)

Hér er ljóðið Framtíðarskyn eftir notandann Tree.
——

En nú hafa tímarnir breyst
og mennirnir með.

Íhaldsemin brotin
Og reglunum breytt.

Skynsemin þotin
Og regnskógum eytt.

Álverin rísa,
eitt og eitt

Og eftir situr jörðin,
með sárt ennið,
lúin og þreytt.

Hvert fóru þessir draumar.
Hver gróf vort framtíðarskyn.
Hvar stal vor hugsun,
um fegurð landlagsins.

Hvert fóru þessir draumar.
Hver gróf vort framtíðarskyn.
Drauma um betri veröld
og fegurra líf.

Hvert fóru þessir draumar.
Hver gróf vort framtíðarskyn.
Um frið á jörðu
og daga án stríðs

Hvert fóru þessir draumar.
Hver gróf vort framtíðarskyn.
um að hjálpa öðru fólki
að eignast mannsæmandi líf.

Hvert fóru þessir draumar.
Hver gróf vort framtíðarskyn.
Jörðinni henni blæðir og við
dreifum salt í sárið.

Ég stend því upp,
og hrópa til þín:

Stöndum sama,
veitum börnum okkar betra líf,

Í komandi framtíð.


Höldum í vonina saman,
Áður en henni verður eytt.

Því það er aðeins fjöldinn,
Sem fær hlutunum breytt.

En nú hafa tímarnir breyst
og mennirnir með.

Íhaldsemin brotin
Og reglunum breytt.

Skynsemin þotin
Og regnskógum eytt.

Álverin rísa,
eitt og eitt

Og eftir situr jörðin,
Með sárt ennið,
Lúin og þreytt.
—–