–
Kvöldin eru kaldlynd útá Nesi
kafaldsbylur hylur hæð & lægð
kalinn & með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð:
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig.
Nóttin hefur augu eins og flugan
& eflaust sér hún mig þar sem ég fer
heimulega á þinn fund að fela
flöskuna og mig í hendi þér
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig.
Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg
& Akrafjallið geðbilað að sjá
ef ég bið þig um að flýja með mér
til omdúrman þá máttu ekki hvá
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig.
& kvöldin eru kaldlynd út á Nesi
kafaldsbylur hylur hæð & lægð
kalinn & með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig.
—–