og ég lék mér við ströndina.
Tveir dökkklæddir menn
gengu fram hjá
og heilsuðu:
Góðan dag, litla barn,
góðan dag!
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvær ljóshærðar stúlkur
gengu fram hjá
og hvísluðu:
Komdu með, ungi maður,
komdu með!
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvö hlæjandi börn
gengu fram hjá
og kölluðu:
Gott kvöld, gamli maður,
gott kvöld!
–
Ég varð að setja þetta ljóð inn hér þar sem ég er nú admin (hehe) og þetta er mitt uppáhalds eins og einhver sagði. Ég veit nú ekki hvenær hann gaf þetta út því ég fann það í ljóðasafni sem gefið var út löngu eftir lát hans.
Ég gleymi því ekki þegar ég heyrði þetta ljóð fyrst sungið af Ragga Bjarna þegar ég var krakki og hafði lítið vit á svona hlutum, en textinn greip mig og í raun fattaði ég hann strax þó ég væri sjálfur barn.
—–