Hér er annað meistaraverk eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Þetta ljóð er uppáhaldsljóðið hennar ömmu og ég komst að því fyrir tilviljun þegar ég var að fletta upp í ljóðabókinni sem hún gaf mér að það var blóm við þetta ljóð svo ég hringdi í hana. Hún var 16 ára þegar hún fór frá Norðfirði til að mennta sig í menntaskólanum á Akureyri og að skilnaði að heiman tók hún fjólu og setti í bókina áður en hún lagði af stað að heiman. Þetta var í síðasta sinn sem hún fór til Norðfjarðar. Þeir sem þekkja ömmu mína mundu um leið þekkja að þarna fara um sömu tilfinningar og hún hefur borið með sér alla æfi.
Sjálf finn ég mig oft í þessu ljóði og ef ég finn mig ekki í því þá finn ég til með því. Það tekur þig inn í söguna og þú ert partur af sögu ljóðsins.
En nóg af spjalli, hér kemur ljóðið:
Vilti Fuglinn
Yfir hvítum ísabreiðum,
yfir gömlum, frosnum leiðum
flýgur hann og flýgur hann ..
Viltur fugl, sem enginn ann
og aldrei sína gleði fann.
Um loftið, blandið bölvi og seiðum,
brýst hann einn og flugið knýr,
útlægur frá himni heiðum,
hræðist menn og dýr ..
Bannfærð sál,
sem böl sitt flýr.
Örvænting að brjósti og baki,
bæn í hverju vængjataki.
Vetur, vetur, veðragnýr,
og jörðin kaldur klaki.
Flugið lamast. Fuglin hnígur,
flýgur upp með sáru kvaki,
og dauðadansinn stígur -
flýgur og flýgur.