Eins og fólk hefur kannski orðið vart við, þá er ég slefandi Steins Steinarrs aðdáandi frá he…. ;) Mér fannst eftirfarandi ljóð alltaf vera bara fyndið bull með litlu innihaldi. En þegar ég las það aftur fyrir tilviljun nýverið, öðlaðist það alveg nýja or ríkari merkingu (án þess að hætta þó að vera fyndið). Sérstaklega með tilliti til ástands í stjórnmálum, bæði í landsmálunum og á alþjóðavettvangi. Það eru margir Negusar á ferðinni þarna úti þessa dagana… ;) Njótið vel.
BÚLÚLALA
Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
Öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.
Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala.
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.