Ég hef tvisvar fengið svona kjaftæði, og svaraði því í hvorugt skiptið. Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað voða sniðugt, en svo sá ég að helvítis bókin átti að kosta einhvern 6000 kall! Og ég fékk ekki einu sinni frítt eintak! Svo ég henti þessu bara. Svo þetta poet of the year (ég var tilnefndur bæði 2001 og 2002), það er líka bara kjaftæði! Þarf að borga einhvern 20 þús. kall bara fyrir aðgöngumiða, fyrir utan flugfar og annað! Algert helvítis kjaftæði. Vinur minn fékk líka sent svona bréf frá þeim, sem fór beint í ruslið. Annars posta ég ennþá á síðunni, því fullt af fólki er þar, og þar getur það séð ljóðin mín frítt, svo mér finnst það kúl. Fólk ætti ekki að þurfa að borga fyrir ljóð, og ef eitthvað, þá mjög lítið (ekki $60, eins og fyrir þessa bók!). Þessvegna finnst mér bónusljóð vera mesta snilld sem hefur verið gefin út á íslandi! Enda er það mest selda ljóðabók sem gefin hefur verið út á íslandi frá upphafi… Til hamingju Andri Snær Magnason!
Takk takk
Happy E
<br><br>Happy E
Eyvi
We're chained to the world and we all gotta pull!