Getur einhver aðstoðað mig við að greina þetta ljóð? 

Vindurinn þýtur og veggina ber. 
Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér. 
 
Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín, 
og biddu hana að geyma vel barnagullin sín. 
 
Segðu henni Hervöru, að ást mín lifi enn, 
en hjartað sé að þreytast og hætti víst senn. 
 
Segðu henni Hervöru, að hún hafi það átt 
og heyri í stunum þínum þess síðasta slátt. 
 
Og segðu henni Hervöru að signa mína gröf, 
það verði mér látnum sú þægasta gjöf. 
 
Ef Hervör mín var draumsjón og hún er ekki til, 
kastaðu þá kveðju minni í kolsvartan hyl. 
 
Vindurinn þýtur og veggina ber. – 
Bráðum fær hún Hervör mín boðin frá mér. 
 
Vindurinn þýtur og veggina ber. – 
Finnið þið ekki kuldann í fótunum á mér?



Vantar hvað sem er,  um hvað er ljóðið?
Hver eru helstu nýrómantísku einkennin?
Hvaða tilfinningar eða hugblær koma fram í ljóðinu?
Hvaða stílbrögð eru notuð? T.d. myndmál, tákn, andstæður, endurtekningar
Hvernig er form/bragarháttur ljóðsins?

Takk kærlega!