Ég get ei staðið meir
Fyrsta ástarljóðið mitt. Hvernig finnst ykkur?
Ég get ei staðið meir
Það er grunnur í þessu sem gæti orðið að einhverju frábæru með smá æfingu.
Skrifaðu, skrifaðu, skrifaðu.
Æfðu þig með því að setja saman orðin í hausnum á þér.
Hleyptu tilfinningunum út í gegn um orðin.
Mjög gott ráð er að skoða ljóð eftir aðra.
Lestu klassísk ljóð eftir t.a.m. Jónas Hallgrímsson og Halldór Laxness.
Lestu Eddukvæðin.
Sökktu þér í Stein Steinarr.
Þetta gefur þér hugmyndir að mismunandi stílum og gefur þér tækifæri til að kanna hver þinn stíll er.
Þegar þú hefur æft þig í svolítinn tíma, athugaðu hvort þú getur fylgt bragformi.
Byrjaðu á einhverju einföldu, t.d. ferskeytlu.
Mæli líka með hæku.
Athugaðu hvort þú getur ort rétt eftir hefðbundnu bragformi.
Þegar þú getur það, fyllist þú stolti.
Hugsanlega viltu halda áfram að skrifa hefðbundið.
Kannski viltu halda áfram að skrifa óhefðbundið.
Hvort heldur sem er hefur þú á þeim tímapunkti öðlast þjálfun og æfingu í ljóðlist.
Á endanum verður þú frábær.