Ég veganesti smyr mér fyrir veraldlega vegi
fylgi fimmtu höfuðátt og rökvísi því beygi
trúi ei á dag og nótt því tíma og rúm ég teygi
en hef engan ferðafélaga svo þunnu hljóði þegi
en hljóðlát hugsun því meir þyrlast inni í höfði mér
og gerir mig fráhverfan tungutaki, á mannleg tengsl ég sker
en er sjóndeildarhringurinn færist nær því styttra minn hugur fer
þar til að lokum hann hægir á og stöðvast við hliðina á þér.