Ég er í grunnskóla og núna nýlega vorum við að læra um limrur. Það er ljóð sem er aðeins 3 línur. Það eiga bara að vera 5 athvæði í línu nr.1 og nr.3 en 7 í línu nr.2. Dæmi: Á rauða bekknum sitja stúlka og hvolpur á fögrum degi. kv. Anna
Heyrðu fyrirgefðu þetta heytir víst hæka en Limra er svona: “Rosalega er þetta gott kaffi!” segir stóri gíraffi. En hann er svo hár og bolinn svo smár að gíraffi sullar öllu kaffi. Kv. Smjö
sko…japanskar haika(ur) eru að forminu mjög svipaðar því sem þú telur upp en að efninu ertu ákaflega langt frá því. Allar haika(ur) eiga nefnilega að fjalla um árstíðirnar!!! Ekki um litla stelpu á bekk, so sorrý! Annars ortirðu lipurlega….er þetta annars ekki eftir þig?
Því miður verð ég að segja að limran var eiginlega betri þegar hún var hæka.
Tmar, japanskar haikur EIGA ekki að fjalla um árstíðirnar. Haikur eru stutt ljóð sem innihalda sannleikskorn, oft heimspekileg. Ég veit ekki í hvaða skólabók þú last að allar haikur væru um árstíðir, né hvar smjor las að allar haikur væru limrur. En þetta er alveg einstaklega vitlaus umræða.(Og ég geri mér grein fyrir því að ég hafi líklegast rekið smiðshöggið í þessari vitleysu og gert illt verra.)
Ég fór og fann ágætis skilgreiningu á hækum sem sannar að við höfðum báðir rangt fyrir okkur.
“Hækur fjalla um náttúruna og eiga að vekja hjá okkur ákveðnar tilfinningar um hana. Við sjáum hluti fyrir okkur, heyrum hljóð og finnum til.”
Ég er ekki tilbúinn til að segja að hækur séu um árstíðirnar, því þær eru um náttúru og tilfinningar tengdar henni. Ég ét hinsvegar oní mig að hækur eigi bara að miðla heimspekilegu sjónarmiði (eða hvað sem ég sagði).
Tmar ertu í háskólanum að læra íslensku eða rakstu á hækur í annarri grein?
ég er í HÍ að læra íslensku….sat í ma. í ljóðatímum hjá Mattíasi Johanssen í vetur…..það má vel vera að ég muni þetta vitlaust og alls ekkert ólíklegt….ég efast ekki um að þú hafir rétt fyrir þér um haikur….takk fyrir ábendinguna! :)
Við skulum bara fá það á hreint að þetta ljóð er ekki limra, heldur haika. Limra er fimm línur, þar sem 1. 2. og 5. lína rýma og 3. og 4. línur rýma. Til dæmis:
There once was a man named Norman His wife ran away with the doorman So he got himself a gun And when he was done… (He couldn't finish this poem)
Reyndar er þetta slappt dæmi, því poem rýmar ekki alveg nógu vel við rest, en þið skiljið hvað ég á við… Aftur á móti var þetta stórfín haika hjá þér! :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..