Hér að ofan gætir nokkurs misskilnings um bragfræði. Skal hann nú leiðréttur. Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Nei. Vísan er ekki rétt. En förum yfir vísuna, línu fyrir línu.
Sér hún hann og segir vá./b]
Þessi lína er hárrétt. Stuðlarnir eru S. H-in gætu ekki myndað stuðla í þessari línu. Engin ofstuðlun.
Svo hár hennar hann strók.
Þessa línu vantar höfuðstaf á móti stuðlunum í fyrstu línu. Höfuðstafur verður að vera á fyrsta áhersluatkvæði línunnar, en til að S-ið í „Svo“ geti verið höfuðstafur þyrfti að bera línuna mjög kjánalega fram (þ.e. hrynjandin færi í fokk). Skv. eðlilegri hrynjandi er „Svo“ forliður, eins og einhver sagði réttilega hér ofar.
Til að redda þessu mætti til dæmis hafa línuna svona: „og sér um hárið strók.“ Merkingin breytist að vísu pínulítið, en það er allt í lagi. Þess má geta að sögnin að strjúka er „strauk“ í þátíð, en ekki „strók“. Látum það þó liggja milli hluta, rímsins vegna. Þess má líka geta að fyrsta lína er í nútíð en önnur lína í þátíð - það er dálítið unpro. Setjum því fyrstu línuna í þátíð líka, það fokkar hvorki upp stuðlum né rími. Fyrsta línan verður því: „Sá hún hann og sagði vá“.
Sónar hún nú út í smá.
Hér er of langt á milli stuðla - þessi lína er því rangstuðluð. Ekki myndi nægja að færa fremri stuðulinn fram um eina kveðu, því þá stæðu báðir stuðlar í lágkveðu og það er hræðilegt. Færum fremri stuðulinn því fram um tvær kveður og þá verður línan t.d. svona: „Út nú telpan sónar smá.“
Að auki má geta að sumir telja að sm- sé gnýstuðull og geti þar með aðeins stuðlað á móti sm-, en það er umdeilt svo við skulum ekki pæla í því.
Nú smókar hún á lók.
Bravó - þessi lína er líka rétt! Henni þarf ekkert að breyta - höfuðstafurinn er í fremsta áhersluatkvæði og allt eins og það á að vera. Hér er meira að segja sm-stuðull á móti „smá“, þannig að afar flott væri ef þú gætir skipt orðinu „sónar“ í þriðju línu út fyrir eitthvað orð sem byrjar á sm-. En það er ekki nauðsynlegt.
Innrímið getur aldrei orðið villa í skilningi bragfræðinnar, þótt vissulega sé það rétt sem fram kemur að ofan, að það væri fallegra að hafa innrím bæði í 2. og 4. línu.
Svona lítur þá vísan út rétt:
Sá hún hann og sagði vá
og sér um hárið strók.
Út nú telpan sónar smá.
Nú smókar hún á lók.