Húmar að í desember
Raddir vindsins rámar hvíslast
Rósir skreyta frosið gler
Hula myrkurs hylur borgir
Hrímköld nóttin kæfir hljóð
Í vetrarmyrkri vakna sorgir
Votar kinnar, hálfnuð ljóð
Kvikna týrur, kvikar lýsa,
kátar dansa í vindsins gný
Í skimi rökkurs vaknar vísa
og vonarneisti enn á ný
Lægir vind og léttir skýjum
Á lofti hækkar vetrarsól
er blíðkar lund með brosum hlýjum
Bráðum koma heilög jól
We're all mad here