Reyndar eru stuðlarnir á áhersluatkvæðum, eins og vera ber. Þetta er þó háð því að ljóðið sé lesið rétt - þetta er ekki ferskeyttur háttur, heldur þríliðaður og hver hending (lína) þríkvæð (með þrjár kveður). Takturinn við lesturinn verður þá ekki ósvipaður valsi.
Vissulega er ekkert mjög fallegt að láta “húsið” í orðinu “eldhúsið” ríma kvenrími, enda áherslan þá komin á annað atkvæði orðsins en ekki hið fyrsta eins og almennt gerist í tungumálinu. Það er þó nauðsynlegt, vilji höfundur kvæðisins láta húsið og búsið ríma saman.
Hér eru kveður aðskildar með strikum og hvert áhersluatkvæði feitletrað. Þetta ætti að hjálpa til við að lesa kvæðið í réttri hrynjandi:
Hundskastu | inn í eld- | -húsið,
herfa og | farðu að | þrífa.
Náðu svo, | beygla, í | búsið -
bandólin | ætti að | drífa.