Bravó!
Alltaf gaman þegar menn yrkja sonnettur.
Hinsvegar til að ort sé bragfræðilega rétt þarf nokkrar leiðréttingar:
Er sekk ég/ mér í/
hugsan/irnar/ svartar
í snævi/þaktrar/ nætur/innar/ næði
Í fyrstu línu er of langt á milli stuðla. Í fimm bragliða línum (hver bragliður er hér tvo atkvæði og ég skipti þeim niður með “/”) þarf annar stuðullinn alltaf að vera í þriðju kveðu. Þriðju kveðuna hef ég
boldað.
Þá steypist/ ég í/ skáldsins/ blinda/ æði
og skrifa/ meðan/ stjörnur/ blika/ bjartar
Hér eru stuðlarnir á réttum stað en því miður þá stuðlar st ekki við sk. Þessir eru kallaðir gnýstuðlar. Orðinu “steypist” þarf að skipta út fyrir orði sem byrjar á sk.
Um s gilda sérstakar reglur. Ef næsti stafur á eftir s er k, l, m, n, p eða t, skal það líka eiga við um orðin sem stuðlað er við. Þetta eru kallaðir gnýstuðlar (sk, sl, sm, sn, sp eða st).
Ég byrja/ ljóð sem/ blótar,/ grenjar,/ kvartar
og barna/lega/ klambra/ saman/ kvæði
Ég hatur/
leysi/ hamslaust/ svo úr/
læði,
sem hendi/ngu sem/ ást og/ gleði/ skartar
Þetta erindi er flennifínt nema þarna er ákveðið lýti. Stuðlarnir eru greinilega H en þarna eru samt tvö L orð í sömu línu (3 línu). Annaðhvort L-orðið þarf nýjan upphafsstaf.
Að
sleppa/ því að/
sofa‘ í/ margar/ nætur
Að
skynja/ andann/ heitann/ streyma‘ um/ æðar
Að glata/ öllu/ viti‘ í/ tára/flóðum
Muna gnýstuðlana. Sk stuðlar aðeins við sk og svo framvegis.
Einnig vantar stuðla í þriðju línu.
Um drauma/ ferðast/, festa/ hvergi/ rætur
að finna/ vel til/ sinnar/ eigin/ smæðar
við dauðan/ daðra í/ enda/sneyptum/ ljóðum
Annarhvor D-stuðullinn þarf að vera í þriðju kveðu.
Dæmi: við dauðan/ sneyptur/ daðra´ í/ enda/ljóðum.
—–
Þetta er stórfínt, þrátt fyrir einhverjar bragfræðivillur. Innihaldið og orðaröðun er til fyrirmyndar og ég er ekki í nokkrum vafa að hér er á ferðinni efni í stórskáld ef aðeins er lagst yfir reglurnar.