Er sekk ég mér í hugsanirnar svartar
í snæviþaktrar næturinnar næði
Þá steypist ég í skáldsins blinda æði
og skrifa meðan stjörnur blika bjartar

Ég byrja ljóð sem blótar, grenjar, kvartar
og barnalega klambra saman kvæði
Ég hatur leysi hamslaust svo úr læði,
sem hendingu sem ást og gleði skartar

Að sleppa því að sofa‘ í margar nætur
Að skynja andann heitann streyma‘ um æðar
Að glata öllu viti‘ í táraflóðum

Um drauma ferðast, festa hvergi rætur
að finna vel til sinnar eigin smæðar
við dauðan daðra í endasneyptum ljóðum


_____________

Fyrsta sonnetan sem ég samdi. Ég veit um allavega eina ofstuðlun, og eflaust eru einhverjir fleiri gallar. Endilega bendið á þær vitleysur sem þið sjáið.
We're all mad here