Ég á allt lífið fyrir höndum mér,
En samt huga ég að endalokum,
Já því margt nú strax búið er,
Og strax hef lært af mistökum.
Ég hef fundið það sem ég leitaði að,
Og sú leit þá strax stöðvuð er,
Því þú ert hér, já nú hjá mér,
Og ég hef ekkert til að leita að.
Þegar sólin sest og húmar að,
Þá sest ég hér við hlið þér,
Þú horfir á mig og glottir,
Og strax veit ég að leitinni er lokið.