Það var sama hversu oft við reyndum; glerskórinn passaði aldrei á Öskubusku.
Sama hversu oft ég kyssti Mjallhvíti; alltaf stóð helvítis eplið fast.
Ég fékk Jasmíni aldrei af svölunum
litla hafmeyjan fékk aldrei röddina
Pochahontas yfirgaf aldrei skóginna
Fríða varð aldrei ástfangin af dýrinu.
Ég horfði á úlfinn éta Rauðhettu
stígvélaða köttinn vera lógað
grísina þrjá vera étna
Gosa aldrei verða að strák.
Lífið mitt er ekkert ævintýri;
það kemur einn daginn hvorki prins á hvítum hesti
né prinsessa og hálft konungsríkið.
Tilveran mín hefur sorglegt upphaf
meginmál
og endi.
Sama hversu oft ég kyssti Þyrnirós;
hún vaknaði aldrei
og þegar hún loksins gerði það
þá var ég farin.


Bætt við 5. desember 2009 - 03:26
Þetta á að sjálfsögðu að vera stígvélaða kettinum.