Mér leiddist.
——————————
Kannski á ég þetta allt saman skilið.
Ligg ein í nóttinni,
myrkrið búið að umlykja mig
og sýgur úr mér lífsviljan hægt og bítandi.
Horfi í spegilinn,
einu sinni þótti þetta andlit fallegt;
björt augu,
alltaf brosandi
og dökkt hár,
alltaf hreint
og flæddi yfir axlirnar.
Einu sinni var ég lítil glaðleg stelpa,
gekk vel í skólanum
átti góða vini,
kom heim á réttum tíma,
kom vel fyrir,
kurteis og vel uppalið barn.
Þangað til hann kom…
Ég er orðin fölari en lík í framan;
birtan í augunum löngu slokknuð,
hárið úfið, tætt
og brosið hefur ekki sést mánuðum saman.
Ég yrði varla orði á nokkurn mann,
búin að klóra mig alla í framan
og rífa húðina á handleggjunum;
ég er svo heimsk,
sóðaleg,
ógeðsleg,
það þarf að refsa mér,
þarf að pynta mig,
láta mér líða illa.
Ég er búin að svelta mig dögum saman;
hef ekkert étið nema storknaða blóðið
undir nöglunum á mér
og nartað í dauðar húðflygsur.
Ég er þrisvar búin að reyna að skera
púlsinn á mér,
en alltaf þarf einhver að
eyðileggja fyrir mér.
Þau segja að ég sé óð,
kalla mig geðsjúkling,
líta mig hornauga
og loka mig inni.
Koma stundum inn með sprautu
og uppdópa mig
svo ég fer að froðufella.
Ég er búin að gráta mig í svefn allar næturnar;
ligg ein,
skelf eins og hrísla,
tárin leka niður kinnarnar á mér
og enginn kemur að hugga mig.
Ég er alein.
Hjartað mitt er fyrir löngu mölbrotið;
rifið og tætt,
kramið,
rispað,
mölvað.
Það liggur við hlið mér á nóttunni
og horfir á mig gráta,
alblóðugt og veikburða.
Ég sé oftar og oftar sýnir,
sé hann,
sé mig,
sé okkur saman,
hann að leiða mig,
ég brosandi,
grunlaus og sauklaus.
Bara barn.
Ég sé herbergið sem allt gerðist í.
Sé okkur bæði,
sé hann slá mig utanundir,
mig gráta,
sé hann sparka í mig,
berja mig,
hárreyta mig;
sé hann henda mér í gólfið,
rífa mig úr fötunum,
horfa á mig með viðbjóðslegum
girndaraugum;
sé hann setja hendurnar á sér yfir munninn
á mér svo ég haldi kjafti,
treður sér inn í mig
og hamast á mér.
Ég heyri viðbjóðslegu stunurnar í honum,
ég finn fyrir sársaukanum mínum,
hræðslunni,
ógleðinni;
ég kúgast og kúgast,
byrja að skjálfa,
reyni að öskra
en kem ekki upp hljóði.
Ég finn fyrir sæðinu hans sprautast inn í mig,
finn hann taka liminn á sér út úr mér,
sé hann laga buxurnar sínar,
horfa síðan á mig,
brosa því ógeðslegasta brosi sem ég hef séð;
bros sem ég mun aldrei losna við úr huganum,
og heyri hann hrósa mér.
Fylgist með honum fara út,
skilja mig eftir eina,
hálfbera upp á gólfinu,
marin eftir barsmíðarnar
og sundurslitin á sálinni.
Ég hugsa um þetta,
hágræt
og finn hatrið og reiðina sjóða í mér.
Ég vil drepa;
langar svo,
þrái svo heitt,
svo brennheitt
að drepa.
Murka úr honum lífið;
horfa á hann kveljast,
hlæja á meðan lífið í honum
fjarar hægt og rólega út.
Það eina sem heldur mér gangandi
er það að ég hygg á hefndir.
Vona að ég komist einhverntímann héðan út,
út í frelsið,
út í hefndina.
Á meðan þarf ég að dúsa hér,
naga á mér handarbakið
og hlæ af ljóta andlitinu á mér.