Mér finnst svo skrítið að heyra röddina þína aftur.
Og að sjá þig þarna…
það er sárt að horfa á þig
vitandi að þér er alveg sama um mig;
að ég skipti þig ekki einu einasta máli lengur.
Að tala við þig…
ég finn ekkert nema kulda koma úr tónblænum
eins og ég hefði aldrei verið þér nánust af öllum.
Þú kallar það þroska,
maður breytist, fjarlægist…
ég kalla það að líta stórt á sig.
Verst þykir mér þegar ég horfi í augun þín;
augun sem einu sinni voru svo björt og fallegt,
ég horfi í þau
og ég þekki þig ekki lengur…