Ef ég man sonnettuskilgreiningarnar síðan í framhaldsskóla rétt, er munurinn á ítalskri og enskri sonnettu uppsetningin - ensk sonnetta er oftast þrjú fjórhent og eitt tvíhent erindi, en sú ítalska tvö fjórhent og tvö þríhent, eins og þú nefnir. Til að rúmast innan merkingarfræðilegs ramma hugtaksins held ég að ítölsk sonnetta þurfi ekki endilega að ríma eftir þeirri forskrift, sem þú nefnir. Mjög algengt er t.d. að þær rími ABBA ABBA CDE CDE.
Varðandi stuðlana. Formið er ekki íslenskt að uppruna og þ.a.l. ekki stuðlað að uppruna. Því mætti leiða að því rök að ekki bæri að stuðla sonnettur. Hins vegar er rótgróin hefð fyrir því að stuðla sonnettur, skrifaðar á íslensku. Sama má segja með limrur - erlent form, en venjan er að stuðla þær á íslensku.
Stuðlasetning í sonnettu er því æskileg. Henni háttar þannig, í ítalskri sonnettu, að stuðlasetning er hefðbundin í fyrstu tveimur erindunum, en í seinni tveimur stuðla 1. og 2. hending saman (hefðbundið) en 3. línan stuðlar sér (þ.e. 3. línan hefur tvo stuðla, en engan höfuðstaf á móti þeim).
Sjá hér dæmi um fallega sonnettu og rétt orta, fyrir utan stuðlavillu í síðustu línu.
Bætt við 3. nóvember 2009 - 17:33 hvað áttu annars við með
“rísandi” bragliðum?