Þetta er kannski ekki beint “stutt” en ég ætla bara að kasta þessu hingað inn.


—–

Guðs gjöf


Sigurvegarinn er sá sem sig ákveður
svo, og þessvegna, allir og þarmeð hann, hann er rangsekur
þetta er bara enn ein bólan,
tekur enginn heilvita maður mark á þessu.
Líf meðal fóla
og allir saman í messu,
en hvernig messu?
Þar er fagnað að vísu,
og meiraðsegja Guði.
En hver karl með skvísu
og ekkert af skírlífistuði.
Einn hverfur í tómið
en tekur boðskapinn með sér
og blinduð af losta
kynnist sakleysingi boðskapsins veseni.
Þegar Eva beit í jarðeplið
var öll von úti fyrir mannkynið,
þurrausin sakleysislindin.
Já, sú dýrmætasta Guðs gjöf,
er syndin.


—–

Kúgun mannanna


Komin á fætur fyrir allar aldir
og að undirbúa sig fyrir sextán tíma vinnudag.
Þó sú gamla tönnlast á að þau þyrftu að
ver‘einsog þær systurnar,
geta komið sér á lappir
til þess eins reyndar að neyð‘oní sig kaffið
og brauðið.
Svo þau rölta niður mýrina
og í sælufaðmi hvíldarinnar
detta af og til og svona
rétt aðeins bara – duttu.
Sulturinn er sár,
en þetta batnar fyrir næsta ár
bara ef þau verða nógu dugleg við vinnuna!
Þau nýta alla birtuna
og sextán tíma vinnudag
vinna núna dag eftir
dag eftir.
Dag.
En þau fá þó að borða tvisvar
og einu sinni að lúra líka
og sama hvað þau vilja reyna
þau ná bara ekki að skilja.
Eitthvað þarf að gera krakkar!
Þið eruð ekki aumingjar.
Hugurinn á til að flakka
til að losna við raunirnar.
En að lokum klárast dagurinn
og þau fá að sofa
í þrengslum reyndar
inní litlum kofa.
Og allt til að Bjartur
geti haft eitthvað milli handanna
Já það er einsog hún Fríða segir,
mikil er kúgun mannanna.


—–

Bardagi


Lauman er vitið
sem drífur hann áfram.
Undir krauma draumar
um kjöt handan sára,
nái hann þá að valda þeim sárum
svo kræfur hann sýnir
vit framar árum.
En árar fram koma
er tarfurinn djarfur
berst og er harður
svo rétt aðeins hverfur kjarkur.
En margur er knár
þó kannski sé smærri
svo Bjartur og hans kjarkur haldast í færi.
Þó síðar muni fólk ræða um hans dáð
þá þó þrátt fyrir stolt
hefði hann kannski þegið ráð.

Og í strauminn þeir fóru
tveir tarfar í bardaga
og kannski með heppni færðu framhald. Ha?!