Er þetta ekki bara klisja?
Slitin og fyrir löngu úr sér gengin
sem allir eltast samt við
eins og skjálfandi tussa
á eftir sprautunni
búin að selja eiturlyfjadjöflinum
sálu sína
fyrir 20mgr af hassi
og 40mgr af spítt.

Kannski ekki hægt að ásaka tussuna
sem þurfti að hætta í skólanum
til að skrimta fyrir leigunni
varð ástfangina af skrímslinu
með hasspípuna
varð ólétt
missti fóstrið
reglulega lamin
nauðgað
og leitar af stundarró
í duftið.

Hugsanlega getur maður ekki dæmt hana
sem lifir í eilífri kvöl
hræðslu
pínu
þunglyndisfangelsi
fyrir að vilja borga lífinu
í sömu mynt.

Er að vera ástfanginn
að eltast við ástina
kannski bara eins og að
vilja sprautuna
vera háður einhverjum
og þarfnast hans
en fá samt aldrei nóg.