Berglind er blá eins og sumar nóttin
fögur eins og jónsmessudögg
en henni fylgir alltaf samai óttin
og þetta eylífa og helvítis bögg
En nú er hún fokin í veður og vind
stakk af með einvherjum stráki
sá strákur er fögur sem forustu kind
þau brokkuðu burt brúnskjótum fáki.
Bessi heitir dreng skrattinn
harður eins og stál
borgar ekki krónu í skattinn
og lífið ekkert mál.
Nú selur hann falleg föt í joes
og jóla dressið keypti ég af honum
þá rann upp fyrir mér leiðar ljós
að hann rændi og drap fullt af konum
nú í bjargarleiðangur fór
því að bjarga berglindi ég mætti
og bænum mínum í guði sór
að mínum aðgerðum ég aldrei hætti
En bessi brögð hafði undir feldi
hann púka og djöfla hafði í lið
og enn eitt beltið hann mér seldi
og aðgerðina ég setti á bið
brugðist ég hef ætlunar verki mínu
berglind er horfin á braut
bessi hélt lífinu sínu
og ég æðra valdinu laut.
[Úhhhh Svekk]