Það er þessi stelpa sem er aðeins of falleg.
Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því.
Því í kringum hana verð ég frekar vandræðaleg.
Veit ekki hvað ég á að segja eða haga mér.
Hún hefur fallegasta bros sem ég hef augum litið.
Svo fallegt að ég lifna upp þegar ég hana sé.
En það er meira með hana en bara andlitið.

Það er þessi stelpa sem ég get ekki lýst.
Því að hún er svo falleg, frá toppi til táar.
Og hún hefur allan pakkan, það er alveg víst.
Það er ekkert við hana sem ég myndi breyta.
Hún hefur persónuleika sem mig mun alltaf dreyma um.
Ég hugsa um hana, hennar bros, hennar hár, hennar rödd
Auk augnanna, ógleymdum.

Það er þessi stelpa sem ég mun aldrei gleyma.
Hún er það besta sem fyrir mig hefur komið.
Þegar hún á mig horfir, ferðast ég um himingeima.
Hún er það góða sem ég mun alltaf vilja
Það er þetta bros, þessu augu sem bræða mig.
Hún er bara svo falleg, en hún getur það ekki séð.
Þannig vandinn er sá að hún hatar sig.




Ekkert pro, hef ekki verið mikið að semja..