Mig langar svo að
létta öllu af mér.
Mig langar svo að segja þér
allt sem ég hef byrgt inni öll þessi ár,
og rjúfa þögnina.
Orð sem hvorki verða sögð né skrifuð.
Ég er svo ein, alein
umvafin myrkri og þögnin er að gera mig vitstola.
Ég þarf að ljúga af sjálfri mér daglega,
ljúga að öðrum,
“nei, það er ekkert að”
og bros sem mig langar að æla yfir.
Lygin étur mig smá saman að innan,
þögnin rífur mig í sundur,
myrkrið kæfir mig,
einmannaleikinn mölvar mig
og hræðslan brýtur mig.
Mig langar svo að tala mig út úr þessu,
mig langar svo að segja þér frá öllu,
mig langar svo að losna út úr þessum viðbjóði
en ég get það bara ekki.
Hvers vegna veit ég ekki,
ég er ekki hrædd við að hann verði reiður
eða ákveði að halda áfram,
ég er ekki hrædd um verða að skömm,
ég er ekki hrædd um að ég eyðileggi allt saman,
en ég get það bara ekki.
Ég þrái að losna, fara út og burt,
en hann heldur mér,
hann rífur í mig og
reynir að draga mig neðar og neðar.
Mig langar svo að gráta fyrir framan þig,
mig langar svo að losna við sektarkenndina
og skömmina sem hann hefur fyllt mig,
mig langar svo að þú vitir af hverju ég er svona,
mig langar svo að þú hatir hann jafn heitt og ég gerði,
en ég get það bara ekki.
Vonandi get ég sagt þér það einhverntímann
af hverju ég hræki á spegilmynd mína
og felli tár við minnsta tilefni.
Ég er brotinn spegill
og ég elska þig.