Lifandi, stífur, talandi um atvikið
dustaði, ó hlustið hvar sat rykið
kompan hverfur, kulda á braut
köll úr fjarska frá tíma sem flaut
færast hér nær svo mætti halda
að nú væri gær handan tjalda
og ekkert virkar í móinn að malda
því hægt væri að kíkja upp alla falda
enginn hér sér, þó maður sé hér
frá mér til þér hann leit á eitt ker
brestur í bita, ljóst augum er
að kerið ert þú, brothætt gler
brosandi lítur, grátandi játa
aftur til framtíðar lét ég mig láta
lifandi, stífur, ó þvílíkt þvaður
því greinilega er ég þessi maðu