Samdi þetta ljóð í dag.


Ég tók mér göngu um heiminn
hitti gamlan mann og spurði hann:
Hver er tilgangurinn í lífinu?

Það er allt til sölu en ekki tilgangurinn
hann er hvergi að finna
Þú getur keypt bækur um tilganginn
en þú finnur hann ekki þar
Þú getur leitað til trúarbragða
en þú finnur hann ekki þar
Þú getur leitað í sjálfum þér
en þar finnur þú aðeins lítinn part af honum
Tilgangurinn dó fyrir löngu
hann kemur kannski aftur
ef þú heldur áfram þinni kröfugöngu

Þetta sagði gamli maðurinn
sem bar ekkert nafn.