Ég veit að þetta er enganveginn eins háfleygt og margra manna ljóð hér en þetta er ljóð sem ég samdi handa vinkonu minni nú á dögunum eftir að við vorum búnar að rífast og mig langaði smá að deila því með ykkur.
Á dimu kvöldi í Október,
stend ég hér,
held í höndina á þér,
eins og svo oft áður.
Yfir nóttinni hvílir fjólublár bjarmi alsælunnar,
og við sitjum saman,
hlustum á sinfóníu þagnarinnar,
eins og svo oft áður.
Þú ert stúlkan mín Selma,
og í gegnum liðandi ský sígarettureyksins sást þú,
og skyldir.
Fyrir augunum ótal minningar
og myndir.
Á dimmu kvöldi í Október,
horfi ég í augun þín,
elsku hjartans Selma mín
og segi:
Ég elskaði þig í gær,
ég elska þig í dag.
Ég mun elska þig á morgunn.