Mjólkurfernuljóð.
Mjólkurfernuljóð eru ofar mínum skilningi. Inni á milli margra lítra af mjólk leynast stöku góð ljóð. Þá er ómögulegt að vita hvort höfundurinn er tíu eða tuttugu og tveggja ára. En er þetta þema, “hvað er að vera ég?” ekki að verða nokkuð þreytt?
Það er svo gaman að vakna á morgnana og geta lesið gott ljóð yfir morgunkorninu. En þá vil ég láta koma mér á óvart. Ég vil ekki geta séð fyrirsögnina og síðustu setninga og geta sagt fyrir um hvernig meginmálið er.
Nú kunna sumir að hugsa: ,, Þetta eru nú bara börn “. En þetta eru svo sannarlega ekki bara börn. Ég myndi segja að fólk undir fjórtán ára skildu kallast börn í þessarri umræðu. Jafnvel bestu mjólkurfernuljóðin koma frá þeim.
Ljóðið um maurinn með sólgleraugun er mjög skemmtilegt. Ég vil meira af þessu. Best þætti mér ef mjólkurfernuljóðastjórnin myndi losa sig við þetta viðfangsefni (hvað er að vera ég?) og annaðhvort setja nýtt í staðinn eða sleppa því að hafa þema.
últra arty undirskrift