Við neituðum ljósmæðrum lengi vel, helvítis pakk
uns lá það við allt færi´ í klessu.
Almennum borgurum gefum við smjörþefinn smakk
en smátt drögum líka úr þessu.
Þeir sem að hlýða´ ekki hafa nú vald okkar séð
og hyggjumst við auglýsa stöðu.
Sá sem að eitt sinn á Suðnesjum háttsettur réð
sagt var að fara, með glöðu.
Öryrkjum viljum við allra síst gefa´ eitthvað smá
enda vart teljast til manna.
En auðmönnum svörum við alltaf hreint ,,kallinn minn, já!"
ef aðeins þeir tryggð við flokk sanna.
Ef vinnur með fólk þú mátt vita það ei seinna´ en strax
að við munum þig mikið hrella.
Þú aldrei munt hafa´ á því efni að fara í lax
enda ert bankanna mella.