Hér stöndum við og bíðum,
Eftir deginum sem aldrei kemur.
Deginum sem óskir okkar rætast,
Deginum sem draumar vor fæðast.

Hér stöndum við og bíðum,
Eftir deginum sem aldrei kemur.
Deginum sem sálarfélaginn birtist,
Deginum sem fyrir augum vor syrtir.

Hér stöndum við og bíðum,
Eftir deginum sem aldrei kemur.
Deginum sem við teljum lífið byrja,
Deginum sem við teljum lífið enda.

Hér stöndum við og bíðum,
Eftir deginum sem aldrei kemur.
Deginum sem týndir ástvinir birtast á ný,
Deginum sem gleymdir elskhugar minnast á ný.

Hér stöndum við og bíðum,
Eftir deginum sem aldrei kemur.


Bætt við 4. október 2008 - 18:29
samið af mér, ingas. 14.september 2008 :)