Ein ég sit og skrifa
Einmanna í mannmergð,
Án þín, er ekkert,
Ekkert sem kveikir mitt bros.
Ein ég sit og skrifa,
Brosandi með tárin í augunum,
Án þín, er ekkert,
Ekkert sem slekkur mína sorg.
Ein ég sit og reyni að lifa,
Án allrar gleði í hjarta,
Án þín er ekkert,
Ekkert sem lætur mig vakna.
Ein ég stend, á krossgötum,
Ein með spurningarmerki á hvolfi,
Án þín, hef ég ekkert vit,
á því hvað er gott eða slæmt.
Bætt við 4. október 2008 - 18:27
samið af mér, ingas. þann 3.september 2008