Daglega birtast ljóð á óíslensku á forsíðu ljóðaáhugamálsins (og þar með á forsíðu huga.is). Ég mótmæli þessu - það eru til hundruðir ef ekki þúsundir ljóðasíðna fyrir ljóð á ensku. Hvernig væri að við héldum þessu áhugamáli fyrir ljóð, ort á móðurmálinu?


Megi vor ljóð verða metnaðarfull,
mynduð með íslenskum skrifum,
því tungan vor sanna er gersemi og gull -
gleymum því ei meðan lifum.