Lífsins englar allir farnir
ætli Guð mér standi hjá?
Samningar og sáttmálarnir
samtals hálfri milljón ná.
Verri en diffur, verri en tegur
verri en allt sem talað er
Þjóðaréttur rosalegur
reginkúkur þykir mér.
Heimalærdómshöfuðborgir
hafna mér og bægja frá.
Ef drekk ég, skyldu dvína sorgir?
Drottinn, leyfðu mér að ná.
Svartsýnin er sannur djöfull
sjálfan mig með henni kvel.
En elsku drottinn Guð er gjöfull
gefðu mér að farnist vel.
Feiknarmyrkur færist yfir
finn hve myndast svitakóf.
En vonarneysti lítill lifir
nú les ég þar til byrjar próf.
Bætt við 8. maí 2008 - 09:15
vonarneisti*