Þetta ljóð er eftir Bandarískt skáld sem heitir Buddy Wakefield
Það voru bófar, lifandi í trausti mínu
þeir komu til að brenna niður sagnirnar
ég skilinn eftir í blóði mínu
þeir geltandi eins og hundar í sameiningu.
Höfuð hestins míns svitnar
eins og stríð ofan á jarðsprengju,
kjálkabein japlandi á bita,
eins og bjarnargildru símskeyti.
Ég veit að ég lít út
eins og blæðandi punktur
horft þaðan sem þú stendur,
þar sem vonir eru gerðar að engu
í svona villtu vestri
og eimreiðum rignir yfir hest,
sem gæti haft nafn
en ber dæld í hjarta sér
eins tómt og það kann að vera í dag,
eftir að fæða bófa, dulbúna sem Smáhesta-hraðlestin
koma upp spaðar og flísar
vinnuhesturinn minn spýtir út hömrum ritvélarinn og bleki.
Það er nýlenda slæmra feðra
sem byggðu þennan stað
þeir lifa enn á þann máta sem mér var gert að trúa
eins og snákur
sem getur hleypt úr ham, sinni eigin krossfestingu
eða miðnætur knapi
sem skilur skepnuna sína eftir
undir svipu dagslýsts himins.
Þess vegna leit ég út eins og samfellt valhopp
þegar þú hélst mér undir sjóndeildarhringnum
til að magna
hvert einasta hvíta tjald sem ég stal
ríðandi með reisn, á mínum skítuga raf-hval
eins og kúla í gegnum ruslahaugsdraug
notandi steppdansskó gerða úr látúns handsmellum
til að berja hestshöfuðið til ólífis fyrir gull.
Veistu, ég skeyti ekki um að vera góður, fógeti.
Ég vill vera heill.
Svo lestu það sem stendur á sylgjunni drengur
,,Taktu þitt sólsetur frá mínu risi''.
Ég mun ekki senda þig siglandi á brott ef þú komst til að keyra
og ég veit að þú komst til að keyra.
Þess vegna stendur ,,mun ekki gefast upp'' á hnakknum þínum
rétt eins og ég skrifaði ,,ekki gefast upp'' á líf mitt.
eins og ég
hef verið að skrifa nafnið mitt
á hestinn sem ég reið
í gegnum eyðimörkina, eins viss og á hljóp hann
og ég sver við skuggann minn
að hann myndi ekki snúa til baka
sama hve mikil daufildi ég myndi pikka inn í hálsinn á honum.
Það vilja ekki allir fara heim
til að láta sólsetrið vera málað aftur inn í bein þeirra
til að láta lögin, með allan sinn slaka í ást sinni
þykjast ætla að bjarga mér
ég hef þegar gert það sjálfur
Guð þinn sem mitt vitni
mætti aldrei
það var ritvél
grafin lifandi með þessum hesti
ég reið til að komast frá flóðinu.
www.myspace.com/buddywakefield
Einnig er hægt að versla bækur og geisladiska eftir hann á www.buddywakefield.com