Nú atómljóðin upp í miklum stöflum óðum hrannast, burtséð frá rúmi og tíma. Þótt braglaus séu bærileg á köflum, ég betur kann við ljóð sem stuðla og ríma.
Vissulega. “Óðum hrannast, óháð rúmi og tíma” hefði verið þjálla, en ofstuðlun er víst ekki í tízku. Í staðinn neyðist lesandinn til að þröngva “burtséð frá” í tveggja atkvæða búning.
Mér finnst nú “Óðum hrannast, óháð rúmi og tíma” fallegra. Þessi ofstuðlun truflar mig ekki, þríliðurinn “burtséð frá” stingur mig meira. Ég hef ég gaman að vísunum þínum. Misheppnað ástarljóð er mjög skemmtileg og vel útfærð hugmynd.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..