Afhendi ég ykkur núna eitthvað kvæði.
Lengi dvel á ljóða svæði.
Afhending hefur tvær ljóðlínur og enda báðar á tvíliðum (tveggja sérhljóða orði) sem ríma saman.
Fyrri ljóðlínan samanstendur af sex bragliðum en sú seinni af fjórum. (Einn bragliður í afhendingu eru tvö atkvæði (sérhljóðar)).
Bragarliðir býsna skipt´ í bundnu máli
Óbeit hef á öllu káli.
Stuðlar í fyrstu línu eru þrír og verður stuðull að vera í þriðja braglið og síðasti stuðull verður að vera í fimmta braglið. Seinni línan er sér um tvo stuðla.
Gaman/ er að/ geta/ hent fram/ góðri/ vísu
Frábært/ er að/ flengja/ skvísu.
Skvísur þegar skunda framhjá skoða betur
Vantar einhvern yl í vetur.
Vetur kaldur virðist ekki vera liðinn
Mjög svo leiðist mikið biðin.
Biðin kannski brátt mun enda bíð ég spenntur,
aulalegur ílla tenntur.