Sprengjurnar dynja á borginni.
Fólk er að deyja.
Ég sit út í horni í þessum litla kjallara og bið til guðs. Ég bið hann um að hjálpa mér, hjálpa okkur.
Hjálpa þessum eina manni.
Þessum eina manni sem á sökina á þessu öllu.
Sem á sökina á því að tugir manna eru deyja á hverjum degi.
Ég heyri öskurin úti, örvæntingafullt fólkið hleypur og leitar börnum, fjölskyldu, eða skjóli.
Allt í einu kemur þögn. Engar sprengjur, engin öskur.
Það er búið.
Ég opna hurðina og lít út.
Hræðileg sjón blasir við mér.
Hundruði manna liggja á götunni, lítil börn grátandi að leita að foreldrum sínum.
Öll hús hrunin. Ég finn kökkinn í hálsinum og tárin byrja að renna.
Ég get ekki horft á þetta.
Ég loka augunum og sest niður.
Hér ætla ég að bíða, bíða þangað til að þessu ljúki. Bíða eftir því að þess að þessi einu maður byrji að hugsa, og fari þá að hugsa um allt fólkið sem dó, öll börnin sem að eiga enga foreldra, fjölskyldur sem eiga engin heimili.
Ég vona að hann fatti svo að lokum, að þetta sé allt honum að kenna !


(ég gerði þetta ljóð bara svona til að fá fólk til að hugsa, endirinn er ekkert svakalega góður en það verður bara að hafa það !)
Ég gerði bara mitt besta og ef að ykkur líkar ekki við ljóðið þá haldiði því bara útaf fyrir ykkur !
Ég er bara 13 og á eftir læra mikið um að gera ljóð.

Bætt við 16. febrúar 2008 - 23:03
vinkona mín var að spurja hvaða eini maður þetta væri sem ég væri að tala um, ég er að meian svona það er oftast bara einn maður sem að ræður yfir heilum her ! og þessi her er s.s að ráðast inní borgir og bæi og drepa fólk, bara afþví að þessi eini maður segir þeim að gera það
ég er stoltur aðdáandi namibískra nærbuxnabónda !