Tjah það væri strax hægt að bæta þessa þekkingu með því að segja þér að allir stuðlar verða að standa í áhersluatkvæðum. Höfuðstafur verður að vera í fyrsta áhersluatkvæði 2. og 4. línu. 1. og 3. línan skiptast í fjórar kveður (einn og tveir og þrír og fjór) og verður annar stuðullinn að standa í þriðju kveðu, hinn má vera í 1., 2. eða 4. kveðu. Það eru því til þrjár gerðir af réttri stuðlun í ferskeytlu:
Neminn skelfur, nálgast próf.
Nú er vandi á höndum.
Úti seitlar sætt og ljúft
sælu vafið regnið.
Seint í apríl Dísa dó,
Davíð hana syrgði.
Gaman að sjá þig reyna - þótt íslenskukennarinn þinn skorti vissulega nokkra kennsluhæfileika. Endilega haltu áfram að yrkja undir stuðlum, æfingin skapar meistarann. Besta leiðin til að fá tilfinningu fyrir stuðlum er að sjálfsögðu að lesa ljóð eftir alvöruskáld ;) (Davíð, Jónas, Einar Ben o.fl.þ.h.)