Mér finnst dapurlegt hve dautt þetta ljóðasvæði hér á huga er. Ég legg til við stjórnendur að átak verði gert, áhugamálinu til upplyftingar.

T.a.m. mætti halda hérna fleiri viðburðum á lofti - efna mætti til ljóðasamkeppni þar sem eitthvað ákveðið yrkisefni yrði tekið fyrir - setja mætti inn fleiri fyrriparta fyrir hagorta hugara að botna (og endilega mættu stjórnendur vanda sig betur við að hafa þá rétta skv. bragreglum og passa að við endaorðin sé gott að ríma). Eflaust mætti gera sitthvað fleira til að vekja þetta svæði upp frá dauðum. Hvernig stendur t.d. á því að engin ljóð héðan fá forsíðubirtingu?

Með von um að þetta verði íhugað.

SDJ