Ég er hræddur um að það sé ekkert hærra hlutfall listamanna þunglyndir frekar en hinn venjulegi maður. Aftur á móti virðast margir þunglyndir fá útrás í einhverri listrænni sköpun, spurningin er þá hvort kom á undan eggið eða hænan? Ég tek þessa sjúkdóma mjög alvarlega( án þess þó að vera gera lítið úr því hvernig þú fæst við þinn sjúkdóm) og sé lítið spaugilegt við þá. Mýtan um listamanninn og bóheminn sem er þunglyndur, með geðhvarfasýki og vægan geðklofa er löngu úrelt. Hún dó um leið og Kristján Fjallaskáld drakk sig í hel. Listamenn í dag þurfa að vera mikið meira en bara listamenn, þeir þurfa að markaðsetja sig, selja sig og vinna jafnframt því sem margir hverjir eiga þeir fjölskyldur. Finnst þér líklegt að þetta fólk hafi tíma til að eltast við mýtuna sem þú vísaðir til?
Í dag þurfa listamenn fyrst og fremst að vera þeir sjálfir, vera í snertingu við barnið í sjálfum sér og þora að gera eitthvað öðruvísi. Til þess þarftu að hafa hausinn í lagi 90% af tímanum. Nei, kæra mín, listamenn eru ekkert meira geðveikir en hvert annað fólk. Það að þeir notfæri sér og tjái tilfinningar sínar er starf þeirra. Sterkustu tilfinnigarnar og þær sem auðveltast er að tjá eru þær sem eru í þyngri kantinum. Sjáðu bara ljóðin hér á huga, hversu mörg ljóð að jafnaði í viku hverri eru sjálfsmorðsljóð? þunglyndisljóð? Það-vill-mig-enginn-ljóð? er þetta fólk allt þunglynt?
Frægir listamenn eru um margt líkar rokkstjörnum. Um þá spinnast sögur sem eiga sér mismikla stoð í raunveruleikanum, sbr. mýtan um sex,drugs&rock'nroll. En þetta eru bara nútímaþjóðsögur, það er allt og sumt.