Mamma fór á spítalann spikfeit,
Kom þaðan grönn og sæt,
Með nýfædda barnið sitt,
Systkinið mitt.
Það athyglina alla hlaut
Brjóstamjólk og barnagraut,
Ávallt með tár á kinn
Organdi í dag og hinn.
Frænkurnar hrósuðu barninu fínu
Sumar hef ég aldrei hitt í lífi mínu,
Gáfu hornösinni gjafir margar
En krakkinn bara argar.
2 árum seinna ég enn athyglislaus var
Og mamma ennþá barnið alltaf bar.
Fóðraði það, klæddi og strauk
Þessu aldrei lauk!
Er flutti ég að heimann á þeim aldri
En þá hafði einhver beitt galdri,
Athyglina ég þá alla fékk
Mamma gjörsamlega í mér hékk.
En ég þurfti enga mömmu lengur
Dugaði minn eiginn fengur;
Kærasti, bíll, hús og krakki
Já, venjulegur fjölskyldupakki.
Þegar systir mín loksins í skólann fór
Og tók þátt í stórum kirkjukór
Mamma skildi mig, það hún sór,
Að börnin hennar voru orðin stór.